<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, október 31, 2004

Hér koma barna tilkynningar:
Fríða mín sálfræðifélagi í gegnum súrt og sætt er búin að eignast dreng!!! Hann fæddist 28 okt með látum um nótt. Til hamingju Fríða, Skúli, Alexander og til hamingju með að vera komin í heiminn litli strákur Kossar og knús.

Einnig fæddi hún Margrét mín Brynhildar systir lítinn dreng þann 15. okt!! Til hamingju Margrét, Markús, Sóla, Brynhildur og þið öll. Nói litli til hamingju með að vera komin í heiminn. Kossar og knús

Nú bíð ég bara eftir fleiri börnum í heiminn........

sunnudagur, október 24, 2004

Nú er ég loks búin að bæta við myndum í myndaalbúmið. Þetta eru myndir úr rómantískri helgarferð á Siglufjörð, subbulegu djammi og útskriftarveislu minni.
Ég og huggulegi maðurinn fórum í rómantíska ferð til Siglufjarðar. Þetta var auðvitað útópísk ferð. Á leiðinni til Siglufjarðar lentum við í tökum á little trip to heaven við Strákagöngin og tókum við einn rómantískan sleik fyrir myndavélarnar. Rómantíska parið skellti sér á nýja Síldar safnið, Allan sportbar, sundlaugina á Sigló og skoðaði dalina. Brá okkur í brún þegar við sáum blökkumann á vappi í miðbæ Sigló, en jöfnuðum okkur fljótt því þetta var bara vinur okkar hann Forest frá Hollywood. Því miður voru ekki teknar margar myndir í þessari útópísku ferð og sumar af þeim sem teknar voru ekki hæfar til birtingar en í myndaalbúmi má þó sjá nokkrar.

Við Vala og Guðni áttum góða stund í Glyðruholtinu þar sem við drukkum rauðvín og dönsuðum uppi í rúmi við tónlist frá unglingsárum okkar, Two unlimited og fleira gott stöff. Svo þegar Vala var búin að stökkva á rúðuna þá ákváðum við að skella okkur í bæinn og sýna hvað í okkur býr. Skelltum okkur á Tælenskt karókí þar sem ég var óð í að taka lagið en gat það ekki þar sem textarnir voru á tælensku. En ég gat notað þessi þrjú orð í tælensku sem ég kann og talaði við alla á barnum. Svo var skellt sér á Prikið í Prodigy stuð. Er ég þó sár við það ágæta fólk sem sækir þennan bar því einhver hennti bjórflösku í fótinn á mér og eyðilagði Nine West sokkabuxur sem ég keypti í NY. Þær rifnuðu og urðu útataðar í blóði. En við party dýrin létum það ekki stoppa okkur á dansgólfinu og dönsuðum fram á morgun.

Ég útskrifaðist úr Háskóla Íslands þann 23. okt. Ég ákvað að halda ekki veislu heldur hafa lítið fjölskyldu matarboð með mömmu, pabba, systkinum og mökum þeirra og svo auðvitað huggulega manninum. Þetta varð heljarinnar stuð og rann hver flaskan á fætur annarri ofan í fjölskylduna í Leirutanganum. Var mikið sungið og dansað við ABBA, Álftagerðisbræður, Sálina, Pixies, Nick Cave og fleiri stórgóða tónlistarmenn. Ég birti aðeins fáar myndir úr þeirri veislu þar sem mér er hótað lífláti ef ég birti allar myndirnar.

Góða skemmtun við að skoða gleðina ;)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?