<$BlogRSDURL$>

föstudagur, nóvember 26, 2004

Mikið er gott að vera ekki í prófstressi og ritgerðarsmíðum :)............. en á móti lendi ég í því að eiga enga vini þar sem allir eru að standa í þessari vitleysu. En ég nota þá tækifærði að fara á listasýningar, skoða í búðir, vinna aukavinnu og fleira sem einmanna fólk getur gert sér til dundurs.
Annars var ég að setja inn nýjar myndir. Þetta eru myndir frá ANTM kvöldi. En þar sem úrslitin eru komin í ljós verður þessi klúbbur brátt að líða undir lok. Svo eru myndir frá rómantískri ferð sem við huggulegi maðurinn fórum í. Ég er hér með orðin klisjulegasta kærastan. Nú er maður ekki lengur Katrín heldur Katrín og......Ég bauð huggulega manninum í bíltúr til Hveragerðar í drullu rigningu og roki, til kirkju, á tónleika með Jóni Ólafs. Þetta voru magnaðir tónleikar þar sem meðalaldur tónleikagesta var 38 ára og meirihluti konur sem flissuðu og mændu á Jón með aðdáun og dónalegum hugsunum.
Gjöriði svo vel.....

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

þá eru komnar inn myndir úr afmæli bjórbarónnsins. Bjórbarónninn hélt upp á 25 ára afmæli sitt þann 13. nóvember. Bauð hann til mikillar veislu með mat og víni og skemmtiefni. Voru sýnd tvö myndbönd annað þeirra var myndband úr NY ferð þeirra félaga og svo mætti Snorri vinur Wada með listrænt video tileinkað Wada. Þetta var hin mesta veisla og var tjúttað fram á nótt.

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Og jú jú það kom annað barn í dag þann 2. nóv. Þetta er sonur Elvu og Gústa og óska ég litlu fjölskyldunni innilega til hamingju og velkomin í heiminn litli strákur
kossar og knús

This page is powered by Blogger. Isn't yours?