<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, september 28, 2004

Ég fékk loks að líta augum á tilv0nandi eiginmann minn aftur. Hann er búin að vera svo upptekin við að "túra" að hann er lítið búin að sinna mér. Þakka ég Maríu og Ómari hér með fyrir að bjóða mér miða á manninn minn. Ég hefði náttúrulega getað hringt bara í Damien minn, en hann var svo upptekinn við að undirbúa tónleikana að ég ákvað bara að sleppa því.
Þessir tónleikar voru dásamlegir og var greinilegt að rómantíkin og gleðin lá í loftinu. Í þetta sinn kom Damien með Lisu vinkonu sína og söng hún eins og engill. Lisa var með þennan gullbarka að ég var gráti næst. Damien spjallaði við íslendingana og söng eitt lag á íslensku. En það var afmælissöngurinn fyrir einhverja píu. En ég veit að hann vildi mest syngja Katrín ég elska þig, Katrín ég elska þig, Katrín ég elska þig..........................Ætla ekki að skrifa meira um þessa tónleika, þið sem ekki voruð þarna getið bara lesið dóma í blaðinu.
Fékk aðstoð frá henni Völu minni með myndatöku þar sem hún var búin að planta sér á sviðið til þess að vera nær honum Damien okkar. Takk Vala :+

María Kjartans bauð kvenkyns helmingnum af parakjúklinga matarboðsklúbbnum, sem er reyndar ekki starfandi lengur. María bauð auðvitað upp á kjúkling, spádóm og gestagjafir sem voru snyrtivörur úr snyrtibúð ömmu hennar. Verð ég að taka það fram að ekki eitt einasta hljóðfæri var snert í þessu matarboði og er það mikil nýjung í þessum blessaða útdauða matarklúbbi. Þegar leið á kvöldið voru bokkurnar orðnar tómar og dansgólfið fullt. Hlustað var á ljúfa tóna frá unglingsárum okkar og sungið með. Mikil sorg lagðist þó yfir mig þegar María hóf skósölu á fögrum skóm sem tengdamamma hennar hafði átt, því auðvitað passaði hobbitinn ekki í neina af þessum fallegu skóm. En þá var ekkert að gera nema að drekkka til að gleyma ;) Svo var skellt sér á kaffibarinn og hrisst rassinn til morguns. Í myndaalbúmi III má sjá hvað gerist þegar að stúlkur fá myndavél í aðra og rauðvín í hina.

laugardagur, september 18, 2004

Jæja nú verða ekki fleiri tónleikar með Zuckakis á næstunni þar sem Árni er farinn til Japan. Ég fór á lokatónleikana og skemmti mér konunglega. Blá edrú .......þótt ótrúlegt virðist vera, og dansaði sem óð væri. Þarna voru valkyrjurnar auðvitað vel í glasi og huggulegri en nokkru sinni fyrr. Dagmar var á Íslandinu góða og var mikil gleði að hitta þessa elsku. Kíkið á myndir frá þessari sérdeilis skemmtilegu skemmtun og kaupið endilega nýja geisladiskinn.......ég veit samt ekki alveg hvar hann fæst, en það má komast að því .


föstudagur, september 10, 2004

Huggulegi maðurinn bauð mér á Grafík í gær. Þetta voru svo magnaðir tónleikar að ég á ekki til orð yfir þetta. Holy B er aðal sleðinn...............hann var svo magnaður að mig langaði að fleygja mér á hann. Andrea Gylfa kom sem óvæntur gestur og söng eins og engill...krafturinn var svo mikill að þakið ætlaði af húsinu. Fyrir tónleikana var höfð einnar mínútu þögn til að heyðra minningu Rabba trommara. Sonur hans Egill var á trommum og stóð sig rosalega, það var kraftur í drengnum. Þegar kom að laginu sem ég hafði beðið spennt eftir ..........auðvitað 16, kom Raggi Sólberg sonur Rabba og söng það með Holy. Holy fannst það ekki við hæfi að syngja þetta einn..........en hann er alltaf sleðinn fyrir mér svo mér hefði fundist það æði. Raggi var auðvitað í góðri múnderingu og með dash af rokk/stjörnu stælum. Síðasta lagið var svo auðvitað " mér finnst rigningin góð" og stóðu allir upp og sungu og dönsuðu.........og gaf ég ekkert eftir í þeim efnum. Langaði mikið að rjúka upp á svið og endurtaka leikinn sem við Holy tókum ´96 í Ýdölum, en sat á mér í þetta skiptið.
Þetta voru með bestu tónleikum sem ég hef farið á og verð ég að nota fleig orð sem Holy notaði á sínum tíma " Það verður hiti, það verður sviti, það verður sex, það verður je je je "
Takk huggulegi maður ...þú ert bestur :*
En kvöldið var ekki enn búið. Eftir tónleikana var svo hjólað niður á Kaffi List á útópíska Djass tónleika og svo á Prikið þar sem huggulegir vinir huggulega mannsins sátu að sömbli. Svo var hjólað heim í mígandi rigningu ...........................................................


Komnar inn myndir úr kveðjupartýi Dodda. Doddi er að fara í nám til Edinborgar og hélt þetta prýðis party. Doddi ég á eftir að sakna þín. Vona að þú komir með réttu skipi heim ;)


laugardagur, september 04, 2004

Nú eru komnar enn fleiri myndir. Búin að setja inn myndir úr Brúðkaupi Óla og Biddu. Þurfti þó að ritskoða þær myndir, svo þær fengu ekki allar að fara með. Svo er ég búin að setja inn myndir frá Menningarnótt. Var nú bara edrú þá og var stutt í bænum svo það eru ekki mikið af myndum. En þar eru nú samt magnaðar myndir af Bandinu þeirra Steina og Árna sem ég man ekki hvað heitir og svo Ampop. Það var svo huggulegt í bakgarðinum í ár. Svo eru myndir úr brúðkaupi Krissu og Eyþórs. Kíkið á myndirnar :)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?