<$BlogRSDURL$>

föstudagur, september 10, 2004

Huggulegi maðurinn bauð mér á Grafík í gær. Þetta voru svo magnaðir tónleikar að ég á ekki til orð yfir þetta. Holy B er aðal sleðinn...............hann var svo magnaður að mig langaði að fleygja mér á hann. Andrea Gylfa kom sem óvæntur gestur og söng eins og engill...krafturinn var svo mikill að þakið ætlaði af húsinu. Fyrir tónleikana var höfð einnar mínútu þögn til að heyðra minningu Rabba trommara. Sonur hans Egill var á trommum og stóð sig rosalega, það var kraftur í drengnum. Þegar kom að laginu sem ég hafði beðið spennt eftir ..........auðvitað 16, kom Raggi Sólberg sonur Rabba og söng það með Holy. Holy fannst það ekki við hæfi að syngja þetta einn..........en hann er alltaf sleðinn fyrir mér svo mér hefði fundist það æði. Raggi var auðvitað í góðri múnderingu og með dash af rokk/stjörnu stælum. Síðasta lagið var svo auðvitað " mér finnst rigningin góð" og stóðu allir upp og sungu og dönsuðu.........og gaf ég ekkert eftir í þeim efnum. Langaði mikið að rjúka upp á svið og endurtaka leikinn sem við Holy tókum ´96 í Ýdölum, en sat á mér í þetta skiptið.
Þetta voru með bestu tónleikum sem ég hef farið á og verð ég að nota fleig orð sem Holy notaði á sínum tíma " Það verður hiti, það verður sviti, það verður sex, það verður je je je "
Takk huggulegi maður ...þú ert bestur :*
En kvöldið var ekki enn búið. Eftir tónleikana var svo hjólað niður á Kaffi List á útópíska Djass tónleika og svo á Prikið þar sem huggulegir vinir huggulega mannsins sátu að sömbli. Svo var hjólað heim í mígandi rigningu ...........................................................


This page is powered by Blogger. Isn't yours?