<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, september 28, 2004

María Kjartans bauð kvenkyns helmingnum af parakjúklinga matarboðsklúbbnum, sem er reyndar ekki starfandi lengur. María bauð auðvitað upp á kjúkling, spádóm og gestagjafir sem voru snyrtivörur úr snyrtibúð ömmu hennar. Verð ég að taka það fram að ekki eitt einasta hljóðfæri var snert í þessu matarboði og er það mikil nýjung í þessum blessaða útdauða matarklúbbi. Þegar leið á kvöldið voru bokkurnar orðnar tómar og dansgólfið fullt. Hlustað var á ljúfa tóna frá unglingsárum okkar og sungið með. Mikil sorg lagðist þó yfir mig þegar María hóf skósölu á fögrum skóm sem tengdamamma hennar hafði átt, því auðvitað passaði hobbitinn ekki í neina af þessum fallegu skóm. En þá var ekkert að gera nema að drekkka til að gleyma ;) Svo var skellt sér á kaffibarinn og hrisst rassinn til morguns. Í myndaalbúmi III má sjá hvað gerist þegar að stúlkur fá myndavél í aðra og rauðvín í hina.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?