<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Þá eru komnar nýjar myndir úr heimkomu partýi Áróru, sem ég hélt í Glyðruholtinu. Jón mætti og spilaði á nikkuna, gestunum til mikillar gleði. Svo var dansað polka við Goren og þakka ég mikið fyrir að hafa enga nágranna. Löggan mætti þó á svæðið, Völu til mikillar gleði.
Farið var svo á 11 og haldið dansgírnum við þar. Daginn eftir var það bara þvinnka þvinnka þvinnka og lágum við glyðrurnar á tuðrunum úti í garði, þegar Wadi mætti á svæðið í löggubúningnum og tók strippdans fyrir okkur. Kíkið á myndir :) 

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Komnar fleiri myndir þar sem ég tölvusnillingurinn bjó til nýtt albúm alveg sjálf. Kíkið á myndir úr Partyi hjá Halla Bassa og Tónleikunum með Brynhildi og Megasi

Góðan daginn
Það eru komnar nokkrar nýjar myndir í myndaalbúmið. Þetta eru myndir úr útskriftar veislu Dodda sem haldin var í Viðey.
Einnig eru hér skilaboð til Írisar, sem er frábær í alla staði "Íris ég elska þig og sakna þín "
Íris vinkona mín býr á Spáni og var að undrast yfir því að það væri ekkert um hana á síðu minni.
Annars er ég að jafna mig á því að vera glæpamaður þó ég hafi fengið í magann þegar ég var að ganga heim af 11 í gær eftir að hafa fengið nokkra væna drykki í boði barþjónarins, að löggan var með blikkandi ljós fyrir utan húsið mitt. Vala varð svo æst að hún hljóp af stað til að athuga hvort þeir væru handsome, en þá brunuðu þeir á brott. Kannski voru þeir komnir til að handtaka Gumma fyrir að smigla inn pöddum undir skónum sínum frá Hróarskeldu.
verið þið sæl að sinni.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?