<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Jæja nú er maður bara í prófum og lærir og lærir. Ég fór í sálfræði saumaklúbb og hitti sálurnar líklega í síðasta sinn í bili. Eða síðasta sinn sem við hittumst allar :( Hún Regína okkar er að flytja til Danmerkur. Fjóla var ansi iðinn á myndavélinni og má sjá árangurinn í myndaalbúminu. Takk fyrir myndirnar Fjóla :* . Ég mun svo bráðum setja inn myndirnar úr Brúðkaupi og Óla og Biddu og prinsessu deginum þ.e. afmælinu mínu :)
Þar til síðar ta ta

mánudagur, ágúst 09, 2004

Hæ hæ hér eru komnar enn fleiri myndir. Þetta eru myndir frá Sálfræðisaumaklúbbnum sem var á fimmtudaginn. Þetta var síðasti sálfræði saumó með okkur öllum því hún Regína er að flytja til Danmerkur í framhaldsnám. Gangi þér vel Regína.
Svo eru myndir frá tónleikum í Klink og Bank. Ég rauk beint eftir vinnu þangað niður eftir á föstudag, en missti af Steini og Árna, en náði þó að sjá aðrar hljómsveitir :)
Ég man ekki hvað hljómsveitin þeirra Þorra, Hulla og Frikka heitir, en þeir voru baneitraðir. Hefði þó viljað sjá Kötu taka lagið með þeim........ en nú hef ég bara eitthvað til að hlakka til.
Svo kom hljómsveitin Forhúð forsetans og voru þau nokkuð mögnuð, þau voru í fallegum bol með mynd af afskorinni forhúð forsetans alblóðugri..........held að forsetanum hefði ekki liðið vel að sjá þetta. Svo kom djöfulli magnað band sem breytti tónleikunum bara í ball. Öllum stólum og sófum var ýtt til hliðar og svo var dansað af sér rassinn. Við Kata, Hjörtur, Gulli og Bergur vorum auðvitað með mögnuð múv á dansgólfinu. Svo eftir þessa gleði var skellt sér í stutta stund á Sirkus. Tókst mér að vera temmileg og fara snemma heim þetta kvöld..... þótt ótrúlegt megi virðast.
Kíkið á myndirnar ;)

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Jæja elskurnar nú er ég búin að setja inn enn fleiri myndir. Þetta eru myndir úr Viðeyjar partýi Gísla og Ægis. Þeir bræður héldu party í Viðey, þar sem mættu 230 galvaskir partygestir. Eyjaloftið fór misvel í fólkið en það var rífandi stuð í eyjunni þessa nótt.
Svo eru myndir frá Verslunarmannahelginni. Á föstudagskvöldið fórum við sambýliskonurnar í trukka lessu búninginn og skiptum um öll dekk á Tona í mígandi rigningu. Daginn eftir var svo brunað í Þjórsárver með góðu fólki á mikla nörda samkomu. Þar var tjaldað, drukkið, sungið og dansað. Var Sing star keppni um kvöldið og sungum við Greta lag með Darkness og slógum hressilega í gegn með gítarsólóum. Við höldum að við höfum verið sigurvegarar, ásamt Maríu þar sem við vorum allar með hæstu stigin..... VEI. Sá hryllingur átti sér þó stað að myndavélin varð batteríslaus og gat ég því tekið fáar myndir :(
Á sunnudag var svo brunað í bæinn og skellt sér í party til Áróru og Steins, þar sem þemað var fléttur, þar sem Greta fléttaði alla partygesti. Á eftir var svo skellt sér á skemmtistaðina.....þrátt fyrir að hafa í góðri trú ætlað að vera hálf edrú og fara snemma heim.
Kíkið á myndirnar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?